Lokahóf KFG á laugardaginn

Sælir félagar,

Lokahóf KFG fer fram í Stjörnuheimilinu á laugardaginn. Mæting er stundvíslega 19:00 og er reiknað með að allir mæti í sínu fínasta pússi (jakkföt).

Það er að sjálfsögðu skyldumæting fyrir alla sem hafa æft / spilað með KFG á tímabilinu og við vonumst til að sjá sem allra flesta.

KFG mun sjá um grillmat fyrir alla en hver og einn mætir með sitt áfengi.

kveðja,
þjálfarar

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

ÍH – KFG

Sælir félagar,

Mæting 17:45 í Kaplakrika. Spilum á grasi hjá frjáls íþróttavellinum.

Hópurinn er eftirfarandi:

Andri V
Bjarni P
Bjarni Þ
Daði
Danni
Dóri
Guðni
Gústi
Hemmi
Kalli
Kristoffer
Leon
Massi
Sindri Rós
Sveinn Tjörvi
Teddi

kveðja,
þjálfarar

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Update af lokahófsmálum

Sælir félagar,

Við reiknum með að halda lokahófið laugardaginn 1. september. Endilega takið daginn og kvöldið frá, stefnum á að vera með golfmót eða eitthvað annað skemmtilegt fyrr um daginn.

kveðja,
þjálfarar

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Æfingaplan vikunnar

Sælir félagar,

Glæsilegur sigur á móti KB.

Æfingaplan vikunnar er:
mánudagur 18:30 gervigras
þriðjudagur 18:30 gervigras
miðvikudagur FRÍ
fimmtudagur 18:30 gervigras
föstudagur 18:30 ÍH – KFG Kaplakrikavöllur

kveðja,
þjálfarar

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

KFG – KB: Hópurinn

Sælir félagar,

Hörkuleikur á morgun (fimmtudag) á móti KB, mætum klárir í þetta og spilum eins og við höfum verið að gera og þá klárum við 3 stig í þessum leik.

Mæting kl. 18:45 í Stjörnuheimilið

Hópur:

Andri Valur
Bjarni P
Bjarni Þ
Daði
Danni
Dóri
Guðni
Gústi
Hannes
Hemmi
Kalli
Kristján Karl
Massi
Leon
Pétur
Sindri
Sveinn Tjörvi

kv. Þjálfarar

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Æfingar í vikunni

Sælir félagar,

Takk fyrir alveg hreint magnaða ferð til Akureyrar og Grenivíku. Spiluðum virkilega vel á móti Magna og vorum óheppnir að taka ekki amk 1 stig úr leiknum.

Plan vikunnar:
mánudagur 19:00 Stjörnuvöllur
þriðjudagur 19:00 Stjörnuvöllur
miðvikudagur FRÍ
fimmtudagur 20:00 KFG – KB Stjörnuvöllur

kv
þjálfarar

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Ferð til Grenivíkur

Sælir félagar,

Á morgun, laugardag, höldum við í magnaða ferð til að spila við Magna Grenvík.

Hópurinn er: Andri Valur, Ágúst Freyr, Bjarni P, Bjarni Þ, Daði, Dóri, Guðni, Hannes, Krissi, Leon, Pétur, Stebbi og Sveinn Tjöri. Teddi H er að skoða möguleikann á að koma með, það væri snilld að fá hann með.

Mæting er 7:45 á N1 Ártúnshöfða. Þar munum við raða í bílana og leggja af stað norður.

Þeir sem fara á bíl eru:
Lalli : 8975306
Halldór: 8485429
Daði: 8404145
Sveinn Tjörvi: 6901861

Það er ekki vitlaust að menn hringi í einhverja af þeim sem fari á bíl og biðji þá um að pikka sig upp í fyrramálið áður en við hittumst uppá Ártúnshöfða.

Ferðin í hnotskorn:
7:45 Mæting á N1 Ártúnshöfða, menn kaupa sér smá nesti í ferðina.
8:00 Lagt af stað norður
Stoppað á Blönduós eða Varmahlíð
12:30-13:00 Dettum inná Akureyri. Menn fá sér að snæða og kíkja í ÁTVR til að birgja sig upp fyrir kvöldið. Þurfum einnig að fá lykla að íbúðinni og hægt verður að henda einhverju dóti þangað inn.
14:00-14:30 Lagt af stað til Grenivíkur
16:00-18:00 Tökum 3 stig á móti Magna
19:00 Hannes hefur boðið okkur í bústað eftir leik, sem er á leiðinni til AK City. Þar munum við grilla og sötra öl og hafa gaman. Leon verður með sögur og Bjarni Þ spilar Prodigy. Síðan verður haldið í miðbæ Akureyrar og bærinn málaður í KFG litunum.

Sunnudagur: Brunað heim í bæinn þegar menn hafa náð áttum eftir laugardagskvöldið.

Við erum með gistingu fyrir 10 manns á gistiheimilinu Gula Villan sem er bara við hliðina á sundlauginni. Við eigum að vera með uppábúin rúm þannig að það er óþarfi að taka með svefnpoka eða eitthvað þannig álíka.

Þetta verður vægast sagt mögnuð ferð.

Vinsamlegast kommentið við þessa færslu að þið hafið séð ferðatilhögun og að allt sé 100% klárt hjá ykkur.

kveðja,
þjálfarar

Birt í Uncategorized | 2 athugasemdir

Æfingar í vikunni

Sælir félagar,

Einungis 8 á æfingu í gær sem er heldur dapurt.

Við erum að fara í hörkuprógramm á næstunni og það hefst á leik við Magna næstkomandi laugardag. Mikilvægt að mæta á þessar 2 æfingar sem eftir eru í þessari viku og gíra okkur upp í mikilvægan leik á Grenivík. Æfum í kvöld kl 18 og svo á fimmtudag kl 18:00 á Hofsstaðargrasi.

Æfingar í vikunni:
þriðjudagur 18:00 Hofsstaðargras
fimmtudagur 18:00 Hofsstaðargras

kv
þjálfarar

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd

Æfing í dag

Sælir félagar,

Gleðilegan frídag verslunarmanna og við vonum að sem flestir séu brattir eftir átök helgarinnar.

Það er æfing kl. 19:30 í kvöld á Hofstaðavelli og mjög mikilvægt að við sjáum sem flesta.

Við reiknum svo með að æfa á þriðjudag og fimmtudag í vikunni en tímasetningar á þeim æfingum koma á æfingunni í kvöld eða í fyrramálið.

kveðja,
Þjálfarar

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Æfingarnar í vikunni

Sælir félagar,

Mánudagur 19:00 Stjörnuvöllur

Þriðudagur 19:00 Stjörnuvöllur

Miðvikudagur 17:30 Hofsstaðargras*
Stjarnan er að spila í undanúrslitum bikarsins klukkan 19:15 og því höfum við æfinguna svona snemma. Við gerum okkur grein fyrir því að það gæti verið erfitt fyrir einhverja að komast á þessum tíma vegna vinnu, en vonandi sleppur þetta. Þessi æfing verður siðasta æfing fyrir verslunarmannahelgi og því verður þetta bara reitur og spil (ungir vs gamlir).

Vonumst til að sjá sem flesta á æfingunum.

kv
þjálfarar

Birt í Uncategorized | 3 athugasemdir